Enn á ný blótaður þorri í íþróttahúsinu

Sameinaðir hreppar í Skagafirði hafa farið þess á leit við félags- og tómstundanefnd að fá á leigu íþróttahúsið á Sauðárkróki undir þorrablót.

Nefndin samþykkiti  fyrir sitt leyti að leigja íþróttahúsið undir samkomuna, enda liggi fyrir samþykki Brunavarna og Heilbrigðiseftirlits um hámarksfjölda samkomugesta. Var Frístundastjóra falið að afgreiða aðrar umsóknir sem eru í farvatninu með sambærilegum hætti.

Fleiri fréttir