Fannar Örn genginn til liðs við Val

Hinn bráðefnilegi knattspyrnumaður úr Tindastóli, Fannar Örn Kolbeinsson, hefur skrifað undir samning við Val Reykjavík. Æfir með Tindastóli fram á vor.

Fannar Örn skrifaði undir í  höfuðstöðvum Vals í gær og í samtali við Feyki segir Fannar hann kominn í þægilegt umhverfi þar sem hann þekkir Gunnlaug þjálfara Vals ásamt því að frændi hans Rúnar Már leiki með liðinu. Þá er Donni sem leikið hefur með Tindastóli einnig þjálfari hjá liðinu. Fannar segistmunu æfa með Tindastóli fram á vor þangað til skóla lýkur en flytur þá suður.

Fleiri fréttir