Feykir.is lá niðri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.10.2008
kl. 09.16
Feykir.is lá niðri frá því seinni partinn í gær og fram á morgun. Ástæðan er að Tölvudeild Tengils er að lagfæra og betrumbæta kerfið hjá sér. Vefsíðan Feykir.is er vistuð hjá þeim og varð þessi truflun því samfara. En nú er allt komið í lag og við gerum ráð fyrir að Feykir.is verði að eilífu sýnilegur.
Fleiri fréttir
-
Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað fyrir hádegi á morgun
Á vef Skagafjarðar er vakin athygli á því að Ráðhúsið verður lokað fyrir hádegi fimmtudaginn 28. ágúst nk.Meira -
Stelpurnar þurfa allan stuðning
Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmjMeira -
Þrístapar formlega opnaðir á föstudaginn 29.ágúst
Formleg opnun Þrístapa fer fram á föstudaginn klukkan 14. Ferðamannastaðurinn Þrístapar hefur verið opinn síðastliðin tvö ár og hlaut Húnabyggð Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra fyrir uppbyggingu svæðisins en verkefnið var í höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður, vestast í Vatnsdalshólum norðan þjóðvegarins. Þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi en aftakan fór fram 12. janúar 1830 þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálfshöggvin.Meira -
Umhverfismat á Holtavörðuheiðarlínu 3
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 26.08.2025 kl. 15.15 bladamadur@feykir.isLandsnet segir í fréttatilkynningu: „Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3, sem er ný loftlína á milli nýs tengivirkis Landsnets á Holtavörðuheiði og Blönduvirkjunar. Í matinu voru bornar saman nokkrar mögulegar línuleiðir, þar sem tvær eru taldar líklegastar – annars vegar leið í byggð og hins vegar yfir heiðar. Leiðirnar eru ólíkar, þær hafa mismunandi umhverfisáhrif og þar af leiðandi eru ólík sjónarmið umsagnaraðila og þeirra sem hafa tekið þátt í samráði.Meira -
Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri
feykir.is Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Mannlíf, Lokað efni 26.08.2025 kl. 14.46 oli@feykir.isÞær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.Meira