Fjöldi manns mættu á Roklandsmyndatöku
Vel mætt var í myndatökur hjá Leikfélagi Sauðárkróks í gær en það var liður í því að finna leikara í kvikmyndina Rokland sem tekin verður upp á Sauðárkróki í sumar.
Leitað er að leikurum í smáhlutverk og aukaleikara og voru fulltrúar yngstu kynslóðarinnar fjölmennastir. Yfir 60 manns létu smella af sér myndir og mega eiga von á því að í þá verður kallað í sumar þegar tökur hfjast.