Fjöldi rannsóknarskýrslna nú aðgengilegar á netinu
Byggðasafn Skagfirðinga hefur gefið út 145 rannsóknarskýrslur og hafa flestar þeirra nú verið birtar í Gagnabanka á heimasíðu safnsins.
Samkvæmt heimasíðunni fjalla flestar skýrslurnar um skagfirskt minjaumhverfi en þar eru einnig skýrslur sem starfsmenn safnsins hafa unnið fyrir aðra eins og skráning fornleifa allra jarða í Skagabyggð.