Fjölliðamót á Sauðárkróki um helgina
7. flokkur Tindastóls í körfuknattleik leikur um helgina í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Sauðárkróki. Fjölliðamót verður haldið í íþróttahúsinu um helgina og eru strákarnir í B-riðli. Andstæðingar Tindastóls eru Fjölnir, Valur, Keflavík og Breiðablik, allt saman hörkulið. Þjálfari strákanna er daninn Sören Flæng.
Leikjaniðurröðun mótsins er þessi:
Laugardagur 4. október 2008
Breiðablik - Valur kl.13.00
Tindastóll - Fjölnir kl.14.00
Keflavík - Valur kl.15.00
Breiðablik - Fjölnir kl.16.00
Tindastóll - Keflavík kl.17.00
Sunnudagur 5. október 2008
Fjölnir - Valur kl. 9.00
Breiðablik - Keflavík kl.10.00
Tindastóll - Valur kl.11.00
Keflavík - Fjölnir kl.12.00
Tindastóll - Breiðablik kl.13.00