Fjölmennt á íbúafundum austan Vatna

Hluti þeirra sem mætti á fund Sveitarstjórnar Skagafjarðar í Ketilás. Mynd: Sigfús Ingi Sigfússon.
Hluti þeirra sem mætti á fund Sveitarstjórnar Skagafjarðar í Ketilás. Mynd: Sigfús Ingi Sigfússon.

Vel var mætt á síðustu opnu íbúafundi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í fimm funda herferð sem fram fóru á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum, Höfðaborg Hofsósi og í Ketilási í Fljótum í síðustu viku. Almenn ánægja var meðal fundargesta með framtak sveitarfélagsins og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður um málefni sem snerta alla.

„Allir fundirnir hafa verið afar góðir, það hefur verið rýnt til gagns og fínar ábendingar og tillögur komið fram. Vissulega misfjölmennir fundir en allir mjög gagnlegir. Þetta er gott veganesti fyrir kjörna fulltrúa að vinna úr,“ skrifar Sigfús Ingi Sigfússon á Fésbókarsíðu sína.

Þetta er annað árið sem íbúafundir með þessu sniði eru haldnir í tengslum við fjárhagsáætlun og sagði Sigfús í samtali við Feyki að tilraunin hafi lukkast vel. „Enda afar gott að fá beint og milliliðalaust samtal við íbúana í þeirri mikilvægu vinnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir