Fjör á Bændadögum

þessir sætu frændur voru á Bændadögum eða Jökull Smári Jónsson og Daníel Orri Ómarsson

Það er líflegt á bændadögum í Skagfirðingabúð og enn halda kaupglaðir Skagfirðingar áfram að rífa út kjöt, ost og smjör auk þess sem bændur standa í framvarðasveitinni og bjóða smakk.

Guðrún og Þórarinn í Keldudal ásamt Þorra syni þeirra.

Lambakjöt af ýmsum gerðum, ostar, búðingur og svið eru meðal þess sem boðið er upp á og renna kræsingarnar ljúflega niður um leið og hlaðið er í körfurnar.

1400 kíló af nautakjöti hafa rokið út á Bændadögum og enn er nóg til

Fleiri fréttir