Flugeldar og brenna á Sauðárkróki
Flugeldasala Skagfirðingasveitar og Skátafélagsins Eilífsbúa er í fullum gangi að Borgarröst 1, húsi Björgunarsveitarinnar á Sauðárkróki. Að sögn söluaðila er í boði stórglæsilegt úrval flugelda, skotblysa og skotterta af öllum gerðum.
Opið verður í dag frá 10 – 22 og á morgun gamlársdag frá 10 – 16. Einnig verður opið 6. jan. kl. 15 – 19 fyrir þá sem vilja fíra upp flugeldum í tilefni þrettándans.
Kveikt verður í brennu kl. 20:30 á gamlárskvöld og er hún staðsett samkvæmt venju neðan við Flokku. Flugeldasýning mun hefjast kl: 21:00.
Skagfirðingasveit og Eilífsbúar þakka fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða og óskar öllum gleðilegs nýs árs.