Flughálka og slæm færð
Lögreglan á Sauðárkróki varar vegfarendur við því að úti er mikil hálka og skilyrði til aksturs óhagstæð. Tövluvert hefur verið um umferðaóhöpp síðustu daga í umdæmi lögreglunnar. Meiðsl á fólki hafa verið óveruleg en eignatjón að sama skapi verulegt.
Spáin gerir ráð fyrir að hann haldi áfram að kyngja niður snjó í dag og jafnvel má búast við að hann hvessi svo fólk er hvatt til þess að leggja ekki upp í langferð nema athuga vel með færð á vegum fyrst en hún gæti spillst hratt ef hvessir því mikið hefur snjóað í nótt og í morgun.