Fólkið í blokkinni á fjalirnar
Leikfélag Sauðárkróks leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að starfa með félaginu og boðar til fyrsta fundar fyrir sæluvikustykkið í ár fimmtudaginn 11 febrúar klukkan 20:00 í Leikborg.
-Stefnan er að setja upp söngleikinn Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar. Við þurfum leikara, ljósamenn, hljóðfæraleikara, hljóðmenn, saumafólk, sminkur, smiði, hvíslara og ýmislegt annað sem þarf til að koma sýningu á svið, segir Leikfélagsfólk og bætir við að mjög áríðandi sé að fólk mæti á fyrsta fund til að hægt verði að kanna fjöldann svo setja megi verkið upp eða hvort þurfi að velja annað.
Þeir sem ekki komast á fundinn en vilja vera með geta haft samband við formann LS Sigurlaugu Dóru í síma 8625771 fyrir fundinn.
Á heimsíðu LS er hægt að finna skemmtilegan fróðleik í máli og myndum, http://www.skagafjordur.net/ls/ einnig er LS á facebook undir Leikfelag Sauðarkróks