Foreldrar óskast
Á heimasíðu Ársala nýs leikskóla á Sauðárkróki er auglýst eftir foreldrum í foreldrafélag hins nýstofnaða leikskóla.
Fram kemur að æskilegt sé að eitt foreldri af hverri deild bjóði fram krafta sína sem aðalfulltrúi og eitt sem varafulltrúi. Er það von starfsmanna leikskólans að úr verði stórt og kröftugt foreldrafélag.
Áhugasömum foreldrum leikskóla barna er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið sigga@fjolnet.is eða hringja í síma 8693029