Fornverkaskólinn ræður verkefnastjóra

Frá rekaviðarnámskeiði Fornverkaskólans. Mynd: Byggðasafn Skagfirðinga.

Bryndís Zoëga hefur verið ráðin í hlutastarf sem verkefnastjóri Fornverkaskólans. Bryndís hefur síðan skólinn var stofnaður unnið í hlutastarfi sem  skráningarstjóri skólans en er með þessu komin í fullt starf við Fornverkaskólann.
Ráðið er í stöðuna í kjölfar styrks Vaxtasamnings Norðurlands vestra að upphæð einnar milljón króna. Bryndís er landfræðingur að mennt og hefur verið verkefnaráðin við Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga frá árinu 2004. Bryndís mun áfram sinna sérstökum verkefnum fyrir Fornleifadeildina auk þess að halda áfram utan um öll námskeið Fornverkaskólans.

Fleiri fréttir