Fríða Ísabel setti met á Gautaborgarleikunum
Á Gautaborgarleikunum sem haldnir voru dagana 8. – 10. júlí sl setti Fríða Ísabel Friðriksdóttir UMSS landsmet í þrístökki, í flokki 13 ára stúlkna. Fríða Ísabel varð í 5. sæti, stökk 10,83m, og var aðeins 1cm frá bronsverðlaunum. Gamla metið átti Hekla Rún Ámundadóttir ÍR, 10,74m, sett á Gautaborgarleikunum 2008.
Frá UMSS fóru 23 keppendur sem stóðu sig mjög vel en Gautaborgarleikarnir eins og þeir eru oftast kallaðir eru í raun Heimsleikar unglinga og er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót unglinga sem haldið er í heiminum, en keppt er í aldursflokkum frá 12 ára aldri.
/Tindastóll.is