Frumkvæði að forföllum skiptir ekki máli heldur sú staðreynd að ekki var ferðaveður

Vegna þeirrar umfjöllunar sem orðið hefur vegna afboðun almenns stjórnmálafundar Samfylkingarinnar á Blönduósi 2. nóvember síðastliðinn vill Valdimar Guðmannsson, formaður Samfylkingarfélags Austur-Húnvetninga taka fram, að heimamenn á Blönduósi óskuðu eftir við frummælendurna þá Guðbjart Hannesson ráðherra og Magnús Orri Schram alþingismann að þeir snéru við vegna veðurs hér á svæðinu. Talið var tilgangslaust að halda fundinn eins og veðrir var. Valdimar segir að fundurinn hafi verið fyrir íbúa svæðisins en engin könnun á kjarki eða kjarkleysi frummælendanna til ferðalaga

 Undir athugasemdina skrifar með samfylkingarkveðju. Valdimar Guðmannsson.

Feykir.is vill taka það fram að fréttin var sett fram vegna þess að ekki var ferðaveður umræddan dag og því komst ráðherra ekki á umræddan fund. Hvort forföllin voru að hans frumkvæði eða ekki skiptir ekki máli í þessu dæmi þar sem einfaldlega var verið að benda á þá staðreynd að þegar ekki er talið ferðaveður er búið svo að ófrískum konum og sjúklingum að þau þurfa að ferðast í öllum veðrum vilji þau fá viðeigandi læknisþjónustu sem ekki er lengur í boði í heimabyggð.

 

Fleiri fréttir