Fundur um endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar

Úr Skagafirði. Mynd: FE
Úr Skagafirði. Mynd: FE

Í dag klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama til að mæta og taka þátt í að móta áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.

Fundurinn verður haldinn í Húsi frítímans og er öllum opinn.

Agskrá fundarins má sjá hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir