Fyrirlestur um fuglana í garðinum

Víxlnefur. Mynd af vef Selaseturs.
Víxlnefur. Mynd af vef Selaseturs.

Þann 21. nóvember nk. mun Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands, halda opinn fyrirlestur um þá fugla sem finnast í görðum landsmanna. Fyrirlesturinn mun fara fram í Selasetri Íslands á Hvammstanga og hefst klukkan 20:00.

Einar Þorleifsson

Á heimasíðu Selaseturs kemur fram að í fyrirlestrinum verði fjallað um helstu fugla í nærumhverfinu og þær fuglategundir sem vænta má að séu í góðum fuglagarði, hvaða tré og runnar laða að fugla með berjum, fræjum og skordýrum eða skjóli og hreiðurstæðum. Fuglahús, hreiðurkassar, fóðurbretti og vatn handa fuglunum og fuglafóðrun; hvaða æti hentar hverri fuglategund og margt fleira sem hægt er að gera til að laða að fugla.

Þá verður vikið að nýjum fuglategundum sem eru að nema land á Norðvesturlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir