Gagnrýnir niðurstöður Hafró.

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, svokallað vorrall, fór fram í 27. sinn dagana 1. til 19. mars s.l. Fimm skip tóku þátt í verkefninu og var togað á tæplega 600 rallstöðvum allt í kringum landið. Sigurjón Þórðarson gagnrýnir niðurstöður Hafró.

Niðurstöður mælingarinnar er hægt að nálgast á vef Hafró en þær eru til bráðabirgða og verður lokaúttekt á niðurstöðum og tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár kynntar í byrjun júní nk.

Samkvæmt skýrslu Hafró var útbreiðsla þorsks nokkuð jöfn og helstu breytingar á útbreiðslu frá fyrra ári voru þær að meira fékkst fyrir suðaustan og norðvestan land en minna í kantinum úti fyrir Norðausturlandi. Stofnvísitala þorsks hækkaði fjórða árið í röð, var nú svipuð og árin 1998 og 2004. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski (stærri en 70 cm).

Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins lítur á veiðiráðgjöf Hafró og aflaregluna sem stuðst er við sem hverja aðra vitleysu sem á ekkert skylt við náttúrufræði.

- Veiðin nú er 160 þús tonn en var að meðaltali fyrir veiðistýringu Hafró liðlega 400 þús tonn. Þorskstofninn heldur ekki áfram að stækka þar sem að hann þarf æti og fer í auknum mæli að éta undan sér. Ef skoðuð er mynd 4 í skýrslu Hafró sést þessi tröppugangur, 4 ár upp og svo kemur niðursveifla og miklar líkur eru á því að við missum af uppsveiflunni ef að við látum hjá líða að veiða. Sveiflan markast af samspili stofna við umhverfið þar sem veiðar hafa hverfandi áhrif, segir Sigurjón en honum finnst það athyglisvert að ef marka má mælingar Hafró þá er Þorskstofninn samsettur af stærri fiski en minna af millistórum og minni fiski. -Það styður enn frekar að auka megi veiðar þar sem líkur eru til þess að stærri fiskurinn sem er í meira mæli fiskiæta en sá smærri og éti undan sér og snögg minnkandi ýsustofn bendir til þess að stóri þorskurinn sé sömuleiðis að éta hana.

Sigurjón segir að þegar lagt var af stað í þessa vegferð, að minnka veiðar á smáum fisk og fá þá enn meiri afla síðar eftir að fiskurinn væri búinn að taka út vöxt, þá var markmiðið að veiða 500 þúsund tonn af þorski árlega og losna við sveiflurnar í veiðinni. -Staðan nú er margfalt minni veiði og umhugsunarvert er að með núverandi aflareglu sem byggir á því að taka 20% af mældum veiðistofni þá þyrfti Hafró að mæla stfoninn um 2 milljónir tonna til þess að geta ráðlagt meðaltalsveiði sem var að jafnaði um áratugaskeið áður en farið var í þessa hræðilegu veiðistjórnun.

Annað sem er athyglisvert er að keila og þá sérstaklega langan mælast í miklum fjölda þrátt fyrir áralanga veiði umfram veiðiráðgjöf á stofnunum, allt að 50% að meðaltali á umiliðnum árum, á meðan ýsan mælist í mikilli lægð þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró.

Fleiri fréttir