Gamall kunningi í höfninni
Það var kunnuglegt skip sem bundið var við bryggju í Sauðárkrókshöfn í dag. Þar var kominn gamli Skafti sem dró björg í bú fyrir Skagfirðinga í mörg ár.
Skafti kom til hafnar með bilaða túrbínu og freistaði þess að fá hana viðgerða á Króknum. Skafti er skráður í Hafnarfirði en gerir út á rækju og landar á Siglufirði. Ætla má að einhverjir hafi heilsað gömlum vini við höfnina en jafnframt óskað sér að vinurinn góði fengi pensilstroku áður en langt um líður til að hressa upp á útlitið.