Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Íþróttasalurinn á Króknum var ævintýri líkastur á laugardaginn. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR
Íþróttasalurinn á Króknum var ævintýri líkastur á laugardaginn. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.

Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar voru veislustjórar kvöldsins, aðstoðar kaupfélags-stjóri ávarpaði samkomuna í upphafi kvölds og má segja að það hafi verið það eina sem var sagt þetta kvöld. Skagfirð-ingurinn Sverrir Bergmann söng sig inn í hjörtu gesta með gamalli neglu (Án þín) og Regína Ósk tjullaði nokkur lög fyrir mannskapinn. Maturinn var frábær og svo mætti kannski taka þannig til orða að rappað hafi verið yfir mann-skapinn þegar Skagfirðing-arnir Úlfur Úlfur mættu á svið og Emmsé Gauti í framhaldiaf þeim og leynigestir kvölds-ins voru svo XXX Rottweiler hundar.

Bandmenn sáu svo um ballið og aftur ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að þarna sé á ferðinni ein af bestu ball-hljómsveitum landsins – ef ekki sú besta.

Davíð Már Sigurðsson ljósmyndari var á staðnum og hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni. /gg

Fleiri fréttir