Góð stund hjá Tómstundahópnum
Það var góð mæting á Opið Hús hjá Tómstundahóp Rauða krossins á sunnudaginn var, tilefnið var 5 ára afmæli hópsins.
Þar var kaffihlaðborð og ýmislegt smálegt til sölu, allur ágóði af sölu dagsins rennur til styrktar hópnum í leik og starfi. Tómstundahópur Rauða krossins vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu og styrktu okkur um leið. Takk fyrir okkur THRKÍ. Myndirnar tók Kristín Ármannsdóttir.