Góðar gjafir frá Lionsklúbbi Sauðárkróks
Félagar í Lionsklúbbi Sauðárkróks komu færandi hendi á HS sl. miðvikudag, síðasta vetrardag. Þeir gáfu stofnuninni fjóra hjólastóla, tvö sjónvörp, þrjú magnaratæki fyrir heyrnarskerta og iPad sem notaður er við fínar jafnvægisæfingar.
Fyrr í vetur gaf klúbburinn Heilbrigðisstofnuninni beinmergsnálar og afhentu þær formlega við þetta tækifæri.
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks segir frá þessu.