Gospelmessa í Sauðárkrókskirkju á sunnudagskvöldið
Það verður eitthvað meira stuð en venjulega í Sauðárkrókskirkju næstkomandi sunnudag, 8. nóvember, því þá verður sungin gospelmessa í kirkjunni kl.20. Kirkjukórinn syngur hressilega gospelsálma undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista, auk þess sem Ásdís Guðmundsdóttir syngur einsöng og Kristján Þór Hansen ber bumbur.
Að auki munu fermingarbörn lesa ritningarlestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri flytur hugleiðingu. Fólk er boðið hjartanlega velkomið í öðruvísi messu!