Hamborgarar til styrktar fjölskyldu Erlu Bjarkar
Í nóvember var stórt skarð höggið í skagfirska fjölskyldu þegar Erla Björk Helgadóttir varð bráðkvödd á heimili sínu á Víðimel í Skagafirði. Til að styrkja fjölskylduna hefur Hard Wok Cafe ákveðið að öll hamborgarasala dagsins renni til hennar.
„Okkur á Hard Wok langar að leggja fjölskyldunni lið með ykkar hjálp. Við seljum Hamborgara með frönskum og kokteilsósu á 2500 kr. Og öll sala miðvikudagsins rennur til fjölskyldunnar. Hlökkum til að sjá ykkur,“ segir á Facebook-síðu staðarins.
Boðið verður annars vegar upp á „Valla“, sem er ostborgari með sósu, káli og gúrku og þeim fylgja franskar og kokteilsósa eða og hins vegar „Ómar ómögulega“ sem er alveg eins nema -kál og gúrka.
„Það má reikna með mikilli traffik á milli 18.00 og 20.00, eldhúsfólkið mitt og Helgi mun dæla út hamborgurum og sjálfboðaliðar afgreið ykkur.
Fyrir þá sem ekki komast þá sendum við líka.
Fyrir þá sem sækja þá bjóðum við upp á ís á meðan beðið er.
Muna svo öll að vera í góðu skapi.“
Opið verður í allan dag frá klukkan 11:30 til 21.