Hamingjuleit í dúr og moll
Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00 verða tónleikar í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Þar munu þeir Svavar Knútur, trúbador, og Aðalsteinn Ásberg, skáld og tónsmiður sem flytja frumsamið efni í tónum og tali.
Efnisskrá kvöldsins hjá þeim félögum verður fjölbreytt og skemmtileg. Yrkisefnin snúast gjarnan um hina mannlegu tilveru, hamingjuleitina og fleira í þeim dúr og moll.
Aðgangur er ókeypis.