Hin árlega Ábæjarmessa í dag

Frá Ábæjarmessu. Mynd: Kirkjan í Skagafirði.
Frá Ábæjarmessu. Mynd: Kirkjan í Skagafirði.

Hinn árlega Ábæjarmessa fer fram í dag, sunnudaginn 1. ágúst, í Ábæjarkirkju í Austurdal, klukkan 14:00. 

Það mun vera séra Gísli Gunnarsson sem messar ásamt því að Bjarni Maronsson flytur ræðu og Stefán R. Gíslason leikur undir almennan safnaðarsöng. 

Ekki verða kaffiveitingar í Merkigili að þessu sinni en á Fésbókarsíðu Kirkjunnar í Skagafirði er fólk hvatt til að taka með sér nesti til að neyta utandyra í faðmi fjallanna að messu lokinni.

/SMH

 

 



 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir