Hjálmaafhending Kiwanis í Skagafirði verður á sunnudaginn

Frá afhendingu 2018. Aðsend mynd.
Frá afhendingu 2018. Aðsend mynd.

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og Drangey munu afhenda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma næstkomandi sunnudag klukkan 11 á skólalóð Árskóla á Sauðárkróki.

Til stóð í upphafi að athöfnin færi fram á laugardeginum en var færð til vegna umhverfisdags Fisk Seafood sem fram fer á sama tíma víða í héraðinu. Eftir afhendingu verður fírað upp í grillunum og boðið upp á pylsur og drykk.

Fleiri fréttir