Hjörvar Pétursson á Stjórnlagaþing

Hjörvar Pétursson og býður sig fram í kosningum til Stjórnlagaþings 27. nóvember næstkomandi. Hjörvar er fæddur á Akureyri 1972 en ólst einnig upp á Blönduósi og að Hólum í Hjaltadal áður en hann flutti til Reykjavíkur um tvítugt.

-Ég útskrifaðist sem líffræðingur (B.Sc.) frá Háskóla Íslands 1996, vann á tölfræðideild Íslenskrar Erfðagreiningar frá 1998, og hef starfað við lækniserfðafræðideild Háskólasjúkrahússins í Tübingen í Þýskalandi frá vorinu 2009. Ég er kvæntur Árnýju Guðmundsdóttur táknmálstúlki, bókasafns- og upplýsingafræðingi og mastersnema í fötlunarfræðum. Við eigum þrjú börn, það elsta fætt árið 2000, segir Hjörvar.

-Mér finnst skipta miklu máli að stjórnlagaþingið takist vel, að það frumvarp að stjórnarskrá sem það skilar af sér hafi víðtækan stuðning og fylgi eins og hægt er forskrift Þjóðfundar 2010. Að því sögðu verður mikilvægasta verkefnið að leita leiða til að styrkja löggjafar- og dómsvaldið gegn framkvæmdavaldinu, og draga úr tökum flokkakerfisins á stjórnvaldinu. Mér sýnist styrking og skírari skilgreining forsetaembættisins vera vænlegri leið til þess heldur en sú að leggja það niður.

-Hægt er að fræðast betur um það hvað ég stend fyrir á blogg- og fasbókarsíðum mínum. Þar má m.a. sjá sjónarmið mín hvað varðar kirkju- auðlinda- og kosningamál, svo nokkuð sé nefnt. Auðkennisnúmer mitt er 3502.

http://truflun.net/hjorvar

http://www.facebook.com/hjorvar.petursson.stjornlagathing

Með virðingu og þökk,

Hjörvar Pétursson

Fleiri fréttir