Hólalax vill bæta við sig 10 kerjum
feykir.is
Skagafjörður
16.12.2009
kl. 09.25
Hólalax hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu 10 fiskeldiskerja á lóð félagsins við eldisstöðina á Hólum í Hjaltadal
Í umsögn skipulags- og byggingarnefndar er óskað eftir fullgerðum uppdráttum af staðsetningu kerjanna áður en hægt verði að taka málið fyrir.
Fleiri fréttir
-
Lífræn ræktun í Lýtó
Í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi býr Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og stundar þar lífræna grænmetisræktun. Einnig er hún í býflugnarækt svo það er nóg við að vera. Elínborg hefur vakið athygli fyrir þessa starfsemi og er hún formaður í VOR, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. Blaðamanni Feykis lék forvitni á að fræðast nánar um málið. Var þá bara eitt að gera en það var að fara í heimsókn í Breiðargerði.Meira -
Gaman að kenna honum ný trix | Ég og gæludýrið mitt
Það eru systurnar Tara Dögg og Emma Karen sem ætla að svara þættinum Ég og gæludýrið mitt að þessu sinni en þær eiga heima í Iðutúninu á Króknum. Foreldrar þeirra eru Helga Sif Óladóttir og Sverrir Pétursson og flutti fjölskyldan á Krókinn árið 2018 en Sverrir á tengingu í Hjaltadalinn. Jólin 2022 voru eftirminnileg fyrir stelpurnar en þá fengu þær Herbert í jólagjöf frá foreldrum sínum og hefur hann heldur betur lífgað upp á heimilið.Meira -
Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis
Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla.Meira -
Loforð hafa verið margsvikin
Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar harmar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli sveitarfélagsins og yfirvalda vegna stjórnunar samgöngumála. Sveitarfélagið hefur í sumar gert alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar, m.a. um frestun framkvæmda við Skagaveg og breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg.Meira -
Hvers vegna Pride?
Listasýningin „Hvers vegna Pride?“ opnar á Blönduósi – list, samfélag og fjölbreytileiki í forgrunni. Hillebrandtshús í gamla bænum á Blönduósi verður vettvangur litríkra verka þegar listasýningin Hvers vegna Pride? opnar föstudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Sýningin stendur til 30. ágúst og verður opin alla daga frá 16:00 til 18:30. Aðgangur er ókeypis.Meira