Hólamenn á Bessastöðum
Í tilefni af fullveldisdeginum var fulltrúum frá öllum háskólum landsins boðið til veislu á Bessastöðum. Þessir fulltrúar voru rektorar, deildarstjórar og stjórnir stúdentafélaganna.
Vel fór á með forsetahjónunum og þeim Eiríki Vilhelm Sigurðarsyni (t.v.) og Birgi Erni Sigurðssyni (t.h.).
Forsetinn ávarpaði samkomuna og ræddi um mikilvægi háskóla í samfélaginu, ekki síst nú á dögum. Hann brýndi háskólamenn í því að láta í sér heyra og leggja þannig sitt að mörkum við að byggja upp þjóðfélagið. Forsetinn gladdist yfir að ekki fleiri hefðu flutt úr landi eins og óttast var í upphafi hrunsins. Gestum var boðið að skoða sig um í húsakynnum Bessastaða. Þar er margt að sjá, svo sem merkar gjafir, sýning frá fornleifauppgreftri og að sjálfsögðu húsið sjálft sem á sér langa sögu.