Huga skal að viðkvæmu búfénaði
Vísir greinir frá því nú í morgun að Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra varar ferðafólk við að akstursskilyrði geti spillst norðan- og austanlands vegna vorhrets næstu daga, með kólnandi veðri á landinu öllu.
Þá eru bændur hvattir til þess að huga að skjóli fyrir viðkvæmu búfé en nú stendur sauðburður sem hæst og víða hefur kúm verið sleppt út til beitar.