Hundur í óskilum á Hólum
Miðvikudaginn 11. mars fengu nemendur Grunnskólans á Hólum bráðskemmtilega heimsókn í skólann. Var þar um að ræða dúettinn Hund í óskilum sem kom í heimsókn á vegum Tónlistar fyrir alla.
Vöktu þeir félagar mikla lukku og skemmtu allir sér ljómandi vel. Þessir miklu snillingar spiluðu á blokkflautu með augum, nefi og nafla, spiluðu á hækju og fluttu lög með nylon. En þar sem þeir kunnu ekki nein lög með Nylon brugðu þeir nylonsokkabuxum yfir höfuð sér og þar með gátu þeir spilað með nylon!