Í fögrum dal
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
22.07.2013
kl. 10.43
Á fimmtudaginn verður Helga Rós Indriðadóttir, ásamt undirleikaranum Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur, með tónleika á efri hæð Menningarhússins Miðgarðs. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Í fögrum dal."
Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og þar fara saman kaffihússtemming og ljúfir tónar. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.
