Innlán aukast hjá KS

Nokkuð hefur borið á því síðustu daga að íbúar í Skagafirði taki peninga sína út úr bankastofnunum og leggi þá inn hjá innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga.

-Já við höfum aðeins fundið fyrir þvi að fólk sé að koma, staðfestir Geirmundur Valtýsson, forsvarsmaður bændaviðskipta hjá KS.

Innlánsvextir hjá KS eru 15,2 prósent á opnum reikningi en 6,8  auk verðtryggingar á lokaðri bók.

Fleiri fréttir