Ísólfur sigraði fjórganginn í KS deildinni
Fyrsta keppni KS deildarinnar í hestaíþróttum hófst í gærkvöldi og er óhætt að segja að þar hafi verið samankomin glæsileg hross og knapar. Eftir forkeppnina stóð Ólafur Magnússon efstur en í úrslitum náði Ísólfur L Þórisson að hefja sig úr B úrslitum og á toppinn.
Stefán Reynisson hjá Meistaradeild Norðurlands var ánægður með kvöldið og segir það vera góðan undanfara keppninnar í vetur. „Það er sýnilegt að það verður hörð barátta í KS deildinni í vetur. Ég var mjög ánægður með hrossin sem voru virkilega góð en einnig var ánægjulegt hvað vel var mætt á pallana“, segir Stefán.
Úrslit voru eftirfarandi:
- 1. Ísólfur L Þórisson 7,47
- 2. Ólafur Magnússon 7,40
- 3. Sölvi Sigurðarson 7,37
- 4. Bjarni Jónasson 7,23
- 5. Baldvin Ari Guðlaugsson 7,13
- 6. Fanney Dögg Indriðad 7,00
B-úrslit
- 5-6. Ísólfur L Þórisson 7,27
- 5-6. Baldvin A Guðlaugsson 7,27
- 7. Þórarinn Eymundsson 7,17
- 8. Mette Mannseth 7,00
- 9. Viðar Bragason 6,83
- 10. Magnús B Magnússon 6,60
Forkeppni
Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 7,10
Sölvi Sigurðarson Óði-Blesi frá Lundi 7,03
Bjarni Jónasson Roði frá Garði 6,90
Fanney Dögg Indriðad Grettir frá Grafarkoti 6,80
Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 6,77
Baldvin A Guðlaugsson Senjor frá Syðri-Ey 6,77
Ísólfur L Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahv 6,70
Mette Mannseth Lukka frá Kálfsstöðum 6,63
Viðar Bragason Björg frá Björgum 6,57
Magnús B Magnússon Vafi frá Ysta-Mó 6,57
Þorsteinn Björnsson Eyrir frá Hólum 6,47
Hörður Óli Sæmundarson Albert frá Vatnsleysu 6,47
Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjamóti 6,40
Þorbjörn H Matthíasson Björk frá Akureyri 6,27
Sveinn B Friðriksson Synd frá Varmalæk 6,17
Tryggvi Björnsson Stimpill frá Vatni 6,03
Erlingur Ingvarsson Taktur frá Torfunesi 6,00
Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti 5,77