Jólalag í boði Tónlistarskólans

Frá tónleikum í Frímúrarahúsinu. Mynd: Tónlistarsk. Skag.

Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar sungu og spiluðu víðsvegar um Skagafjörð nú fyrir skömmu en skólinn fagnar nú tíu ára starfsafmæli sínu eftir að Tónlistarskólinn á Sauðárkróki og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999.

Á YouTube er að finna myndskeið frá einum tónleikunum í Frímúrarahúsinu þar sem jólagleðin er allsráðandi  og gott að koma sér í jólaskap með ljúfum lúðrablæstri.

http://www.youtube.com/watch?v=D8ydM11w4W4

palli@feykir.is

Fleiri fréttir