Jón Oddur og Jón Bjarni á svið í haust
Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið haustverkefni ársins, en það mun verða leikrit um þá sívinsælu tvíbura Jón Odd og Jón Bjarna sem Guðrún Helgadóttir setti á prent en sagan varð strax vinsæl meðal íslenskra barna og var m.a. kvikmynduð.
Nú leitar Leikfélagið að fólki til að taka þátt í uppsetningunni og boðar til fundar í Leikborg sunnudaginn 12. september kl. 20:00. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því að setja upp leikrit eru velkomnir.