Jónsi í þjálfarateymi Stólanna á ný?

Þeir félagar Guðni Þór Einarsson þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Jón Stefán Jónsson hafa náð frábærum árangri með liðið undanfarin ár. Myndin er tekin haustið 2018 þegar stelpurnar komust upp í Inkasso deildina. Mynd: PF
Þeir félagar Guðni Þór Einarsson þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Jón Stefán Jónsson hafa náð frábærum árangri með liðið undanfarin ár. Myndin er tekin haustið 2018 þegar stelpurnar komust upp í Inkasso deildina. Mynd: PF

Orðrómur hefur kvisast út að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu á síðasta tímabili, verði aðstoðarþjálfari Guðna Þórs Einarssonar sem hélt áfram þjálfun liðsins þetta tímabil. Hvort þessi ráðstöfun komi á óvart er ekki gott að segja en Jónsi kvaddi liðið með virktum í haust er hann tók við starfi íþróttafulltrúa hjá Þór Akureyri.

„Það er að ekkert fast í hendi en það er vilji okkar beggja að Jón Stefán skrifi undir nýjan samning og taki slaginn með okkur aftur. Það mál er aðeins á frumstigi og ég vona að það verði gengið frá því á næstu vikum,“ sagði Guðni aðspurður um málið.

Jón Stefán er sem áður búsettur á Akureyri en mun þá keyra á æfingar nokkrum sinnum í mánuði. Guðni segir leiki Stólanna í vetur fara fram meira og minna á Akureyri svo það hentar vel. „Ég lít svo á að þrátt fyrir að hann sé ekki á Króknum, sé hann besti kosturinn. Okkar samstarf undanfarin ár hefur gengið afar vel og við horfum mjög björtum augum á komandi mánuði.“

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur boðað til opins fundar á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, kl. 20 í Húsi frítímans þar sem reynt verður að mynda nýja stjórn deildarinnar fyrir framhaldsaðalfund sem verður þann 16. janúar nk.

„Ég vil hvetja alla til að mæta á þar sem farið verður yfir áherslur og framtíðarsýn deildarinnar. Það sárlega vantar gott fólk til að koma í stjórn. Deildin býr yfir góðum hópi af metnaðarfullum þjálfurum, efnilegum iðkendum og fjárhagsstaðan er í ágætis farvegi. Ég vil því hvetja alla foreldra, frændur, frænkur, ömmur eða afa,, sem hafa einhver tengsl við iðkendur deildarinnar, um að íhuga vel að koma inn og taka þátt í þessari skemmtilegu uppbyggingu sem á sér stað í fótboltanum á Króknum. Áfram Tindastóll!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir