Könguló, könguló vísaðu mér í berjamó
Þrátt fyrir kaldan júní mánuð og mikla þurrka í sumar eru að koma ber en berjaáhugafólk hafði orðið áhyggjur af berjasprettu þetta haustið. Blaðamaður Feykis var á göngu í Skógarhlíðinni á Sauðárkróki í gær og rakst þar á talsvert magn af grænjöxlum auk þess sem eitt svo til blátt bláber slæddist í munn blaðamanns.