Kórsöngur á Kirkjutorgi
Það styttist í jólin og jólalögin tekin að hljóma, flestum til ánægju. Í gær æfði barnakór Tónlistarskóla Skagafjarðar, Árskóla og Varmahlíðarskóla í húsnæði Tónlistarskólans við Borgarflöt áður en lagt var af stað í fyrstu tónleikaferðina á Króknum og er myndin tekin við það tækifæri.
Kórinn söng í Skagfirðingabúð og í Húsi frítímans í gær og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Og ekki er helgarfríinu fyrir að fara hjá þessum framtíðar stórsöngvurum því í dag hefja krakkarnir upp raust sína þegar kveikt verður á jólatrénu við Kirkjutorg kl. 15:30.
oli@feykir.is