Krufning í Árskóla
feykir.is
Skagafjörður
22.01.2010
kl. 09.18
Nemendur í 8. bekk Árskóla hafa verið að læra um líffæri og líffæraskipan í náttúrufræði upp á síðkastið. Til þess að bæta örlitlu við þekkinguna var ákveðið að fá nokkrar bleikjur til þess að kryfja og skoða líffæraskipan með eigin augum.
Krakkarnir skemmtu sér konunglega þó svo að sumum stelpunum hafi þótt verkið full sóðalegt. Sjá fleiri myndir hér.