KS-DEILDIN 2009 - MEISTARADEILD NORÐURLANDS.
Undirbúningur fyrir KS-deildina 2009 er kominn á fullt skrið en deildin var keyrð í fyrsta sinn sl. vetur með góðum árangri.
Ákveðin hefur verið úrtaka fyrir sex laus sæti þann 28.janúar. Keppt verður í 4g. og 5g. Í fyrra mættu góðir knapar með flotta hesta til leiks og verður gaman að sjá hverjir verða með í KS deildinni 2009.