Lækkun á Hvatapeningagreiðslum
Félags-og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkti að Hvatapeningagreiðslur nemi 8.000.- krónum á næsta ári en þær hafa hingað til verið 10.000 krónur.
Foreldrar allra barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, eiga rétt á 8.000.- króna Hvatapeningum, einu sinni á ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem eru óbreytt.