Laufskálaréttir

Laugardaginn 27. september verður réttað í Laufskálarétt í Hjaltadal. Mikil hátíðrahöld verða um helgina og veðurspáin gerir ráð fyrir suðvestan 5-8 og þurru að kalla á morgun og hita hátt í 10 stig.

 

Í dag verða sölusýningar á félagssvæði Léttfeta sem hefjast kl. 18. Í kvöld verður dagskrá í reiðhöllinni sem hefst kl. 20.30. Þar verða hestasýningar, skeiðkeppni og feðgarnir Laddi og Þórhallur verða með skemmtilegheit.

Á morgun hefst réttarstemningin þegar stóðið verður rekið til réttar milli kl. 11 og 12 og réttarstörf hefjast fljótlega upp úr því. Þeir sem ætla að taka þátt í stóðrekstrinum eiga að mæta við Laufskálarétt eða hesthúsið við Ástungu kl. 10.

Á laugardagskvöldið verður Laufskálaréttardansleikur í reiðhöllinni og hefst kl. 23. Það er hljómsveitin Von sem sér um stuðið og þeim til halds og traust verða þeir Björgvin Halldórsson og Stefán Hilmarsson.

Fleiri fréttir