Leggja til hækkun á fæðisgjaldi
Fræðslunefnd Skagafjarðar leggur til við Byggðaráð að gjaldskrá fæðis í leikskólum í Skagafirði verði hækkuð um 10% frá og með áramótum.
Mun hækkunin, ef af verður, fela í sér eftirfarandi breytingar:
Morgunhressing 1.604.- verður 1.764.- á mánuði
Hádegismatur 3.490.- verður 3.839.- á mánuði
Síðdegishressing 1.604.- verður 1.764.- á mánuði
Tillögunni var vísað til Byggðaráðs.