Leið ehf. vill Varmahlíð úr alfaraleið
Byggðarráð Skagafjarðar hafnar hugmynd Leiðar ehf um styttingu þjóðvegar 1 í gegnum Skagafjörð um allt að 6,3 kílómetra. Gekk hugmynd Leiðar út á að fara frá Vatnsskarði og í gegnum land Brekku með þeim afleiðingum að Varmahlíð dytti úr alfaraleið.
Er þarna um einkaframtak að ræða enda ekki á áætlun að byggja upp nýjan veg á þessum stað. Það var einmitt Leið ehf. sem vildi leggja þjóðveg 1 um Svínvetningabraut og taka um leið Blönduós úr alfaraleið. Hafnaði Byggðarráð hugmyndum fyrirtækisins meðal annars á þeirri forsendu að gert sé ráð fyrir annarri veglínu í drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins.