Leitað að Tyrfingsstaðaskiltinu

Á Tyrfingsstöðum á Kjálka hefur Fornverkaskólinn fengið að nota torfhúsin þar til að kenna gömul handbrögð sem lúta að viðgerðum torfhúsa frá árinu 2007. Fjöldi nemenda hafa sótt námskeið skólans í torftöku, torfhleðslu, grjóthleðslu, rekaviðarmeðhöndlun, einfaldri húsgrindargerð, þiljun, gluggasmíði og fleiru. Á Facebook-síðu skólans kemur fram að leitað sé að skiltinu sem var ofan við hurðina á Tyrfingsstaðabænum.

 

„Fyrir mörgum árum tók einhver skiltið sem var ofan við hurðina á Tyrfingsstaðabænum til varðveislu. Það væri ómetanlegt að fá þetta skilti aftur og koma því fyrir á sínum stað. Ef einhver veit hvar skiltið er niðurkomið eða hefur heyrt af því eða séð það einhvern tímann er viðkomandi beðinn að hafa samband, annaðhvort við okkur hjá Fornverkaskólanum eða Kristín F. Jóhannsdóttir á Tyrfingsstöðum. Þessum pósti má gjarnan deila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir