Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.

Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum við kosninguna (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).
/Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Fleiri fréttir