Liði Tindastóls spáð fjórða sæti í 1. deild kvenna

Árnir Eggert fer yfir málin með Stólastúlkum. MYND: HJALTI ÁRNA
Árnir Eggert fer yfir málin með Stólastúlkum. MYND: HJALTI ÁRNA

Keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fór af stað í gær þegar lið Ármanns og Hamars/Þórs mættust í Laugardalshöllinni. Fyrr um daginn voru opinberaðar spár forsvarsmanna liðanna, fjölmiðlamanna og Körfunnar.is. Sé litið til þeirra stiga sem lið Njarðvíkur fær þetta árið eru þær nokkuð örugglega í efsta sæti í spánni. Liði Tindastóls er aftur á móti spáð fjórða sæti í öllum spánum.

Fyrstu leikir Tindastóls verða um næstu helgi en þá verður tvíhöfði í Síkinu. Það er lið Vestra sem kemur í heimsókn frá Ísafirði en fyrri leikur liðanna verður laugardaginn 26. september kl. 16:00 en síðari leikurinn á hádegi daginn eftir.

Fyrirkomulagið í 1. deild kvenna verður þannig að spilaðar verða þrjár umferðir, hvert lið spilar 24 leiki, sem þýðir þá að ýmist fá liðin tvo heimaleiki eða einn í innbyrðisviðureignum sínum. Eftir að deildin klárast í vor (vonandi) verðaspiluð undanúrslit fjögurra efstu liðanna og svo úrslit um sæti í Dominos deildinni á milli sigurvegara þeirra einvígja. Miðað við þessa spá fyrir tímabilið ættu Grindavík, ÍR og Tindastóll að vera nokkuð örugg með sín sæti í þeirri úrslitakeppni auk Njarðvíkur.

Hér fyrir neðan gefur að líta sjá spá forsvarsmanna liðanna í 1. deild kvenna. Fjölmiðlamenn og Karfan.is voru einnig spár og voru þær keimlíkar þessari en þó spáðu fjölmiðlamenn Grindavík í efsta sæti og Njarðvík í öðru sæti. Allar spárnar gerðu ráð fyrir að lið Tindastóls endaði í fjórða sæti.

1. Njarðvík 234
2. Grindavík 194
3. ÍR 183
4. Tindastóll 174
5. Hamar/Þór 118
6. Stjarnan 97
7. Vestri 83
8. Fjölnir B 80
9. Ármann 52

Mest var hægt að fá 243 stig í spánni, minnst 27 stig.

Heimild: Karfan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir