Lokað fyrir áður opna tíma í endurhæfingu á HSN Sauðárkróki vegna neyðarstigs almannavarna

Heil­brigðis­stofn­un­in á Sauðár­króki, dval­ar­heim­ilið í for­grunni. Mynd:​Pét­ur Ingi.
Heil­brigðis­stofn­un­in á Sauðár­króki, dval­ar­heim­ilið í for­grunni. Mynd:​Pét­ur Ingi.

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 hefur viðbragðsstjórn HSN á Sauðárkróki tekið þá ákvörðun að loka áður opnum tímum í æfingarsal og sundlaug endurhæfingar stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr smithættu þeirra sem nýta sér þjónustuna og starfsfólks endurhæfingar.

Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að sjúkraþjálfarar séu enn með móttöku og sinni endurhæfingu sjúklinga á sjúkradeild og hjúkrunardeildum en þó með breyttu sniði vegna neyðarstigs almannavarna.

„Við minnum eftir sem áður á mikilvægi hreyfingar og bendum á að hægt er að finna fræðsluefni og kennslumyndbönd hér: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/hreyfing/fullordnir/“ segir á hsn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir